Hoppa yfir valmynd
8. október 2003 Utanríkisráðuneytið

Samningafundir um norsk-íslenska síld 2004

Nr. 108

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Sameiginleg fréttatilkynning utanríkisráðuneytis og sjávarútvegsráðuneytis

Sendinefndir Íslands, Færeyja, Noregs, Rússlands og Evrópusambandsins komu saman í Reykjavík í dag til samráðs um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2004.

Fundinum lauk án samkomulags. Norðmenn settu á ný fram kröfur um stóraukna hlutdeild þeirra í veiðunum, sem hefði í för með sér verulegan samdrátt í íslenskum aflaheimildum og aflaheimildum annarra strandríkja. Þessum kröfum Norðmanna var alfarið hafnað af íslensku sendinefndinni sem og öðrum sendinefndum.

Íslenska sendinefndin lagði á það áherslu að ekki yrði horfið frá samkomulaginu frá 1996, sem hefur verið grundvöllur samstarfs um nýtingu stofnsins og stjórnun veiðanna.

Í umræðunum lýstu sendinefndir yfir stuðningi við tillögu ráðgjafanefndar Alþjóðahafrannsóknarráðsins um að heildaraflinn á árinu 2004 yrði 825.000 tonn.

Annar samningafundur hefur ekki verið ákveðinn.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 8. október 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta