Ekki varð af formlegri undirritun vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins
Nr. 112
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Ekki varð af formlegri undirritun vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins eins og til stóð á fundi EES ráðsins í Lúxemborg í morgun.
Á lokakafla undirbúnings vegna staðfestingarferlisins kom í ljós að Liechtenstein telur sig ekki geta staðfest stækkunarsamninginn vegna ófullnægjandi viðurkenningu á sjálfstæði þess og útistandandi eignakrafna að því er varðar Tékkland og Slóvakíu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þessi krafa Liechtenstein kom í ljós á fyrri stigum samningaviðræðnanna en svo virtist sem málið hefði verið leyst en á lokastigum staðfestingarferlisins kom í ljós ágreiningur um orðalag viðurkenningarinnar. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Jan Peterson utanríkisráðherra Noregs ákváðu að bíða með undirritun samningsins meðan leitað er lausnar á málinu. Þess er vænst að málamiðlun finnist næstu daga en staðfesting samnings um stækkun EES krefst undirritunar allra þeirra ríkja sem að honum standa.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 14. október 2003