Hoppa yfir valmynd
15. október 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra heimsækir virkjunarsvæðið við Kárahnjúka

Félagsmálaráðherra heimsækir virkjunarsvæðið við Kárahnjúka
Heimsókn á Austurland

Árni Magnússon félagsmálaráðherra skoðaði vinnusvæði og aðbúnað starfsmanna við Kárahnjúka í heimsókn sinni þangað þann 11. október sl. Í för með ráðherra voru m.a. Oddur Friðriksson trúnaðarmaður verkalýðshreyfingarinnar, Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar.

Félagsmálaráðherra hitti fulltrúa Landsvirkjunar að máli sem kynntu honum framkvæmdirnar á staðnum. Árni Magnússon hitti einnig fulltrúa Impregilo sem gerðu ráðherra grein fyrir þeirri uppbyggingu sem væri í gangi og sýndu honum vinnubúðir og aðstöðu starfsmanna. Auk þess að hitta fulltrúa Landsvirkjunar og Impregilo ræddi félagsmálaráðherra við innlenda og erlenda starfsmenn á svæðinu.

Fleiri myndir:



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta