Hoppa yfir valmynd
15. október 2003 Utanríkisráðuneytið

Ráðstefna um stefnumótun í verndun á hafsvæðum norðurslóða

Nr. 113

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Alþjóðleg ráðstefna á vegum Norðurskautsráðsins um stefnumótun um verndun á hafsvæðum norðurslóða verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, dagana 20-22 október n.k. Vinnuhópur Norðurskautsráðsins um verndun hafsvæða norðurslóða (PAME) hefur undirbúið ráðstefnuna, undir forystu Íslands og Kanada.

Ráðstefnuna sækja sérfræðingar, vísindamenn, embættismenn, fulltrúar frjálsra félagasamtaka og vinnuhópa Norðurskautsráðsins auk fulltrúa frumbyggjasamtaka sem eiga sæti í ráðinu.

Aðildarríki Norðurskautsráðsins tengjast hafinu nánum böndum, m.a. í gegnum sjávarútveg, fiskeldi, olíuvinnslu og samgöngur. Á hafsvæðum norðurslóða er að finna dýrmætar auðlindir sem eru grundvöllur afkomu þess fólks sem svæðið byggir og er því verndun hafsins og strandsvæða þess mikilvægur þáttur sjálfbærrar þróunar á norðurslóðum.

Hafsvæði norðurslóða eru tiltölulega hrein og laus við mengun. Þó er ljóst að mengun fer vaxandi og felur í sér aukinn þrýsting á umhverfi hafsins og lífríki þess. Um 80% mengunar í hafinu kemur frá starfsemi á landi og á hafsvæðum norðurslóða ber mest á mengun af völdum þrávirkra lífrænna efna, þungmálma og geislavirkni. Sem dæmi um áhrif mengunar í hafi má nefna að breytingar geta orðið á hinu mikilvæga hlutverk hafsins við að stýra loftslagi og veðri. Mikilvægt er að ríki norðurslóða hafi samráð og samræmi aðgerðir til að viðhalda jafnvægi í vistkerfi svæðisins.

Dagskrá ráðstefnunnar, ásamt ítarefni, fylgir.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 15.10.2003



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta