Fundir Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra í Úganda
Nr. 115
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með James Wapakhabulo, utanríkisráðherra Úganda, í höfuðborginni Kampala. Ennfremur átti utanríkisráðherra fund með Gerald Ssendawula, fjármálaráðherra Úganda. Á fundunum ræddu ráðherrarnir um tvíhliða samskipti ríkjanna, einkum núverandi og hugsanleg verkefni á sviði þróunarsamvinnu.
Utanríkisráðherra heimsótti fiskirannsóknastofu sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur, í samvinnu við fleiri íslenska aðila, útbúið við Viktoríuvatn og hitti þar aðstoðarráðherra fiskveiðimála og fiskimálastjóra Úganda.
Næstu tvo daga mun utanríkisráðherra heimsækja vettvang annarra verkefna Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Úganda, þar á meðal aðstöðu vegna fullorðinsfræðslu og skóla fyrir munaðarlausar stúlkur.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 16. október 2003