Íslendingar við kosningaeftirlit í Aserbaídsjan
Nr. 114
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Forsetakosningar fara fram í Aserbaídsjan í dag 15. október og hefur utanríkisráðuneytið sent þrjá Íslendinga til kosningaeftirlits á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem hefur eftirlit með forsetakosningunum ásamt þingmannasamtökum ÖSE og þingmannasamtökum Evrópuráðsins. Þeir eru Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, Ólafur Sigurðsson fréttamaður og Haukur Ólafsson sendifulltrúi. Yfir 600 eftirlitsmenn eru staddir í landinu vegna kosninganna. Þátttaka Íslands í kosningareftirlitinu fellur undir aukið framlag utanríkisráðuneytisins til uppbyggingar- og friðarstarfs á vegum ÖSE, Sameinuðu þjóðanna og NATO.
Nánari upplýsingar um forsetakosningarnar í Aserbaídsjan má finna á heimasíðu ÖSE á slóðinni www.osce.org.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 15. október 2003