Hoppa yfir valmynd
17. október 2003 Utanríkisráðuneytið

Alþjóðleg ráðstefna um upplýsingatækni á norðurslóðum.

Nr. 118

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Formennska Íslands í Norðurskautsráðinu gengst fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um upplýsingatækni á norðurslóðum dagana 20. og 21. október 2003, á Akureyri. Ráðstefnan mun fjalla um fjarskiptamál á norðurslóðum, tækifæri og hindranir á því sviði möguleikana á nýtingu upplýsingatækni við sköpun nýrra tækifæra á sviði menntunar, þjónustu og atvinnu. Sérstök áhersla verður lögð á fjarnám og fjarlækningar.

Eitt af forgangsverkefnum formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu er að stuðla að því að nútíma upplýsingatækni verði í auknum mæli beitt í þágu bættra lífskjara íbúa á svæðinu. Bætt fjarskipi og upplýsingatækni þjónar samgöngum, menntun, þjónustu, viðskiptum, menningu og mannlegum samskiptum. Dreifð byggðarlög og miklar fjarlægðir einkenna norðurslóðir og því getur notkun upplýsingatækni nýst þar einkar vel. Stefnt er að því að niðurstöður ráðstefnunnar verði lagðar fyrir embættisnefnd Norðurskautsráðsins og ryðji þær braut fyrir frekari stefnumörkun.

Í fjarveru utanríkisráðherra mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opna ráðstefnuna og að því búnu flytur hr. Svein Ludvigsen, samstarfsráðherra Norðurlanda í Noregi, inngangserindi. Samstarfsráðherra Norðurlanda í Færeyjum, Høgni Hoydal, mun stýra hringborðsumræðum seinni dag ráðstefnunnar. Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru sérfræðingar á sviði fjarskiptamála, fjarnáms og fjarlækninga og koma frá öllum aðildarríkjum Norðurskautsráðsins, þ.e. Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð og frá samtökum frumbyggja á norðurslóðum.

Ráðstefnan fer fram í húsakynnum Háskólans á Akureyri.

Dagskrá og ítarefni fylgir



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 17. október 2003.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta