Hoppa yfir valmynd
17. október 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun úr fornleifasjóði

Stjórn Fornleifasjóðs hefur nýlega lokið síðari úthlutun úr sjóðnum á árinu 2003.



Stjórn Fornleifasjóðs hefur nýlega lokið síðari úthlutun úr sjóðnum á árinu 2003. Fornleifasjóður var stofnaður með lögum árið 2001 (þjóðminjalög nr. 107/2001). Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornleifum og forngripum.
Sjóðnum bárust að þessu sinni 30 umsóknir um styrki að upphæð tæplega 30 milljónir króna.
Ákveðið var að veita 6 styrki til eftirtalinna aðila og verkefna:

Byggðasafnið í Skógum, kr. 400.000:
Jarðsjárkönnun vegna rannsókna á rústum í landi Keldudals í Mýrdal

Fornleifafélag Öræfa, kr. 300.000:
Áframhaldandi rannsókn á eyðibýlinu Salthöfða í Öræfum

Fornleifastofnun Íslands, kr. 240.000:
Rannsóknir á íslenskum perlum

Fornleifastofnun Íslands, kr. 525.000:
Teikning gripa, sem fundist hafa á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum

Torfi Tulinius, Jón Sigurpálsson og Adolf Friðriksson, 125.000:
Skráning fornleifa á jörðinni Vatnsfirði, hluti af stærra verkefni

Húsavíkurbær, kr. 375.000
Skráning fornleifa í Reykjahverfi

Menntamálaráðuneytið, 17. október 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta