Hoppa yfir valmynd
22. október 2003 Utanríkisráðuneytið

Fundur embættisnefndar Norðurskautsráðsins

Nr. 121

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Dagana 23. og 24. október 2003, verður haldinn, í Eldborg á Svartsengi, annar fundur embættisnefndar Norðurskautsráðsins undir formennsku Íslands í ráðinu. Fundinn sækja háttsettir fulltrúar aðildarríkja ráðsins og frumbyggja á norðurslóðum, auk vísindamanna og sérfræðinga, alls á annað hundrað manns.

Formaður embættisnefndar Norðurskautsráðsins er Gunnar Pálsson, sendiherra.

Á fundinum verður m.a. fjallað um starfsemi Norðurskautsráðsins á sviði umhverfismála, lífríkisverndar og aðgerða til að bæta lífskjör fólks á norðurslóðum. Gerð verður grein fyrir umfangsmikilli rannsókn á áhrifum loftslagsbreytinga á svæðinu sem unnið er að innan ráðsins, undir forystu Bandaríkjanna. Auk þess verður greint frá niðurstöðum tveggja alþjóðlegra ráðstefna sem voru haldnar hér á landi í vikunni, annars vegar ráðstefnu um upplýsingatækni á norðurslóðum, á Akureyri, dagana 20. og 21. október og hins vegar ráðstefnu um stefnumótun um verndun hafsvæða norðurslóða sem haldin var í Reykjavík 20.-22. október 2003.

Dagskrá fundarins og ítarefni fylgir.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 22.10.2003



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta