Stækkun Evrópska efnahagssvæðisins
Nr. 127
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Sameiginleg fréttatilkynning utanríkisráðherra Íslands og Noregs eftir viðræðufund þeirra með utanríkisráðherrum Tékklands og Slóvakíu í Prag í dag vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra Íslands, og Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, sátu í dag fund í Prag með Cyril Svoboda, utanríkisráðherra Tékklands, og Eduard Kukan, utanríkisráðherra Slóvakíu, og ræddu undirritun EES samningsins.
Samræður ráðherranna voru hreinskilnar og gagnlegar. Halldór og Petersen munu í framhaldinu upplýsa Ernst Walch, utanríkisráðherra Liechtenstein um samræðurnar.
Ísland og Noregur stefna að því að undirrita EES samninginn í vikunni sem er framundan og vonast til að Liechtenstein geti undirritað á sama tíma.
- - -
Islands utenriksminister Halldor Asgrimsson og Norges utenriksminister Jan Petersen møtte i dag, i Praha, utenriksminister Cyril Svoboda i Den tsjekkiske republikk og Slovakias utenriksminister Eduard Kukan for å drøfte undertegningen av EØS-avtalen.
De fire utenriksministrene hadde åpne og nyttige samtaler. Asgrimsson og Petersen vil nå orientere Liechtensteins utenriksminister Ernst Walch om samtalene.
Island og Norge tar sikte på å undertegne EØS-avtalen førstkommende uke, og håper Liechtenstein er rede til samtidig å undertegne avtalen.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 2. nóvember 2003