Málfundir um öryggismál sjómanna
Á næstu dögum verður áframhald á fundum um öryggismál sjómanna á Akureyri, í Reyðarfirði og Vestmannaeyjum.
Á Akureyri verður fundur miðvikudaginn 12. nóvember nk. kl. 20.00 hjá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri. Í Reyðarfirði fimmtudaginn 13. nóvember nk. kl. 16.00 í safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju og í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 26. nóvember nk. kl. 20.00 í Básum.
Fundirnir eru haldnir í tengslum við langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda og að þeim standa: Samgönguráðuneyti, Siglingastofnun Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæsla Íslands, Landssamband smábátaeigenda, Sjómannasamband Íslands, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Vélstjórafélag Íslands og Landssamband íslenskra útvegsmanna. Á fundinum verða erindi og umræður um öryggismál sjómanna.
Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir sem láta sig öryggi sjómanna varða eru hvattir til að mæta og koma sjónarmiðum sínum að. Nánari upplýsingar um efni fundanna má nálgast hér:
Akureyri 12. nóvember nk. kl. 20.00 - fundarstjóri verður Árni Bjarnason, formaður FFSÍ.
Reyðarfjörður 13. nóvember nk. kl. 16.00 - fundarstjóri verður Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri.
Vestmannaeyjar 26. nóvember nk. kl. 20.00 - fundarstjóri verður Friðrik Ásmundsson. Fundurinn verður kynntur síðar.