Fréttatilkynning nr. 47/2003
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sleit Heilbrigðisþingi 2003 síðdegis með því að veita Þorvarði Örnólfssyni, lögfræðingi, verðlaun vegna óþreytandi baráttu hans gegn reykingum. Fram kom í máli ráðherra að Þorvarður hefði í tæpa þrjá áratugi lagt meira til baráttunnar gegn reykingum en nokkur annar.
Heilbrigðisþingi 2003 stóð í Salnum í Kópavogi í dag og tókst í alla staðið vel. Þingið hófst með ávarpi Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, sem setti það. Yfirskrift þingsins var Háskólasjúkrahús á Íslandi - framtíðarsýn, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð.
Fluttir voru 18 fyrirlestrar um efnið og haldnar voru tvennar pallborðsumræður, aðrar um framtíð háskólasjúkrahússins og hinar um kennslu, vísindi og rannsóknir á háskólasjúkrahúsi.
7. nóvember 2003