Breyting á reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga nr. 374/2001 hefur verið breytt með reglugerð nr. 829/2003. Meginbreytingin varðar viðmið sem eftirlitsnefndin styðst við í mati á fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sbr. 6. gr. reglugerðarinnar og 74. gr. sveitarstjórnarlaga. Einnig eru skilgreiningar í 4. gr. reglugerðarinnar lagaðar að ákvæðum auglýsingar nr. 790/2001 um reikningsskil sveitarfélaga. Loks eru breytingar sem miða að því að laga ákvæði reglugerðarinnar að breytingum sem gerðar voru á VI. kafla sveitarstjórnarlaga með lögum nr. 74/2003, þar sem kveðið er á um skyldu sveitarstjórnar til að tilkynna eftirlitsnefnd um tilteknar ráðstafanir varðandi fjármál sveitarfélagsins.
Breytingin var gerð í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og hefur hún þegar tekið gildi.
Reglugerð um breytingu á reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, nr. 374/2001
Reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga með breytingum