Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2003 Matvælaráðuneytið

Uppgangsár og barningsskeið

Fréttatilkynning



Út er komin bókin "Uppgangsár og barningsskeið", II. bindi sögu
sjávarútvegs á Íslandi eftir dr. Jón Þ. Þór. Í bókinni, sem er 296 bls. er rakin saga sjávarútvegs á Íslandi frá upphafi vélvæðingar árið 1902 til ársins 1939. Í bókinni er sögð saga vélbáta- og togaraútgerðar, síldveiða frá því er Norðmenn hófu hér veiðar á 19. öld, landhelgismála, fiskverslunar og greint er frá upphafi haf- og fiskirannsókna. Margar myndir prýða bókina og í bókarlok er ítarlegur efnisútdráttur á ensku. Sagan er rituð á vegum sjávarútvegsráðuneytisins og styður ráðuneytið jafnframt útgáfuna. Bókaútgáfan Hólar á Akureyri gefur bókina út.

 

Sjávarútvegsráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta