Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Felldur hefur verið úrskurður í kæru Hundaræktarinnar Dalsmynnis

Ráðuneytið hefur í dag úrskurðað um kæru Hundaræktarinnar Dalsmynnis ehf., dags. 29. ágúst 2003, vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar frá 28. maí 2003 þar sem stofnunin gerði kröfu um að gerðar væru tilteknar úrbætur á starfsemi hundabúsins.

Í hinni kærðu ákvörðun Umhverfisstofnunar voru gerðar kröfur um tiltekna lágmarksstærð búra fyrir hunda á búinu, lágmarksstærð útigerða, hámarksfjölda hunda í hverju búri og aðstöðu fyrir tíkur sem komnar eru að goti og tíkur með hvolpa. Einnig gerði Umhverfisstofnun þær kröfur að minnsta kosti einn starfsmaður skyldi vera í fullu starfi á búinu til að sinna hverjum átta hundum, eldri en 4 mánaða.

Í úrskurði ráðuneytisins eru staðfest þau atriði í ákvörðun Umhverfisstofnunar er varða aðbúnað dýranna, búrastærðir og hámarksfjölda dýra í búrum, að öðru leyti en því að nokkuð er dregið úr kröfum er varða lágmarksstærðir útigerða og búra fyrir tíkur með hvolpa. Ráðuneytið telur ennfremur að ekki sé lagaheimild fyrir kröfum Umhverfisstofnunar um tiltekinn lágmarks starfsmannafjölda á hundabúinu með tilliti til fjölda hunda. Er því sá liður hinnar kærðu ákvörðunar felldur niður með úrskurðinum.

Úrskurðurinn í heild er á www.rettarheimild.is

Fréttatilkynning nr. 38/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta