Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2003 Utanríkisráðuneytið

Samúðarkveðjur utanríkisráðherra vegna hryðjuverkaárásanna í Istanbúl

Nr. 135


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hefur ritað Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, og Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, bréf þar sem hann lýsir hryggð vegna hryðjuverkaárásanna í Istanbúl í dag og vottar aðstandendum látinna og særðum samúð fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands. Utanríkisráðherra segir m.a. í bréfunum að hann sé sannfærður um að þessi grimmdarverk verði til þess að tvíefla samfélag þjóðanna í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi.


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 20. nóvember 2003

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta