Samúðarkveðjur utanríkisráðherra vegna hryðjuverkaárásanna í Istanbúl
Nr. 135
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hefur ritað Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, og Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, bréf þar sem hann lýsir hryggð vegna hryðjuverkaárásanna í Istanbúl í dag og vottar aðstandendum látinna og særðum samúð fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands. Utanríkisráðherra segir m.a. í bréfunum að hann sé sannfærður um að þessi grimmdarverk verði til þess að tvíefla samfélag þjóðanna í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 20. nóvember 2003