Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2003 Utanríkisráðuneytið

Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn flytur í nýtt húsnæði

Nr. 138


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn flytur starfsemi sína í nýuppgert pakkhús á Norðubryggju og opnar þar formlega þ. 27. nóvember nk. Núverandi húsnæði hefur hýst sendiráðið frá því snemma á síðustu öld og hefur um langa hríð verið of þröngt fyrir starfsemi þess.


Á Norðurbryggju mun sendiráðið vera til húsa á sama stað og skrifstofur Heimastjórnar Grænlands og Landsstjórnar Færeyja í Kaupmannahöfn. Ferðamálaráð Íslands flytur einnig starfsemi sína á Norðurbryggju, auk þess sem þar mun starfa sjálfstæð menningarmiðstöð Vestur-Norðurlanda.

SendiradKPH


Hið nýja heimilisfang sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn er Nordatlantens Brygge, Strandgade 89, 1401 Kaupmannahöfn K. Síma- og faxnúmer sendiráðsins eru óbreytt, aðalnúmer er + 45 3318 1050 og faxnúmer er + 45 3318 1059.


Afgreiðslutími sendiráðsins er eftir sem áður alla virka daga frá kl. 09:00 til klukkan 16:00.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 25. nóvember 2003

 

 

 

 

 


Sendiráð Íslands á Norðurbryggju
í Kaupmannahöfn

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta