Hoppa yfir valmynd
4. desember 2003 Innviðaráðuneytið

Nýr formaður samgönguráðs skipaður

Samgönguráðherra hefur skipað Ingimund Sigurpálsson, viðskiptafræðing, sem formann samgönguráðs frá og með 1. desember 2003.

Ingimundur lauk viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1975 og stundaði framhaldsnám í hagrænni áætlanagerð og þróunarhagfræði við George Washington University í Washington D.C. 1980. Hann var forstjóri Eimskipafélagsins frá 2000 - 2003 og bæjarstjóri í Garðabæ frá 1987. Skipunartími Ingimundar er fjögur ár en skal þó takmarkaður við embættistíma þess ráðherra sem skipar. Í samgönguráði sitja auk formanns í samræmi við 3. gr laga nr. 71/2002, flugmálastjóri, siglingamálastjóri og vegamálastjóri. Með samgönguráði starfar Jóhann Guðmundsson skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Samgönguráð hefur yfirumsjón með gerð samgönguáætlunar og stendur fyrir samgönguþingi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta