Hoppa yfir valmynd
4. desember 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Takmörkun á nónýlfenóletoxýlötum

Ný reglugerð sem takmarkar notkun ákveðinna vara sem innihalda nónýlfenól og nónýlfenóletoxýlöt er komin út. Þessar takmarkanir munu gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Vegna skaðlegra áhrifa nónýlfenóla og nónýlfenóletoxýlata á umhverfið hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að minnka notkun þeirra í iðnaðar- og neytendavörum á undanförnum árum. Árið 1992 samþykktu aðildarríki OSPAR samningsins um verndun hafsvæða á NA – Atlantshafi, að notkun nónýlfenóletoxýlata í hreinsiefni til heimilis- og iðnaðarnota skyldi hætt í áföngum.

Notkun nónýlfenólexoxýlata hefur verið hvað mest í hreinsiefnum sem yfirborðsvirk efni þaðan sem þau berast auðveldlega út í umhverfið í gegnum fráveitukerfi. Nónýlfenóletoxýlöt brotna niður í nónýlfenól sem er mjög eitrað lífverum í vatni. Flestir framleiðendur hreinsiefna hafa brugðist við þessu og mjög fáar vörur eru nú á íslenskum markaði sem innihalda nónýlfenóletoxýlöt.

Innflytjendur og framleiðendur á vörum til neðangreindrar notkunar skulu gæta þess að vörur þeirra innihaldi ekki nónýlfenól og nónýlfenóletoxýlöt nema að hægt sé að tryggja að þau berist ekki út í umhverfið.

Óheimil notkun vara með nónýlfenólum og nónýlfenóletoxýlötum:

a. Við hreinsun í iðnaði eða á vegum stofnana nema með sérstökum takmörkunum.

b. Í hreinsiefni til notkunar í heimahúsum.

c. Við vinnslu textíl- og leðurvara nema með sérstökum takmörkunum.

d. Ýruefni í spenadýfur í landbúnaði.

e. Við málmvinnslu nema með sérstökum takmörkunum.

f. Við framleiðslu trjákvoðu eða pappírs.

g. Í snyrtivörur og vörur til annarra persónulegra nota nema sæðisdrepandi efni.

h. Hjálparefni í varnarefni og sæfiefni.

Skoða reglugerðina

Fréttatilkynning nr. 40/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta