Hoppa yfir valmynd
5. desember 2003 Utanríkisráðuneytið

Þingkosningar í Rússlandi 7 desember 2003

Nr. 146

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu



Þingkosningar fara fram í Rússlandi 7. desember 2003. Utanríkisráðuneytið sendir þrjá Íslendinga til kosningaeftirlits á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem hefur eftirlit með kosningunum. Þeir eru Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Þorfinnur Ómarsson, deildarstjóri fyrir hagnýta fjölmiðlun í Háskóla Íslands og Estrid Brekkan, sendiráðunautur.

Alls verða um 450 fulltrúar frá 16 ríkjum ÖSE við eftirlit vegna þingkosninganna í Rússlandi, en yfirmaður verkefnisins er þýski þingmaðurinn Rita Süssmuth.

Þátttaka Íslands í kosningareftirlitinu fellur undir aukið framlag utanríkisráðuneytisins til uppbyggingar- og friðarstarfs á vegum ÖSE, Sameinuðu þjóðanna og NATO.
Nánari upplýsingar um þingkosningarnar í Rússlandi má finna á heimasíðu ÖSE á slóðinni www.osce.org.

Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 5.desember 2003

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta