Tillaga að úthlutun stofnframlaga vegna framkvæmda í sveitarfélögum
Á fundi ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 5 desember sl. samþykkti nefndin að leggja til að fyrsta tillaga að úthlutun stofnframlaga á árinu 2004 á grundvelli 10. gr. reglugerðar nr. 113/2003 næmi allt að 228.457.000 kr.
Um er að ræða úthlutun stofnframlaga vegna framkvæmda í sveitarfélögum, sem hafa færri en 2000 íbúa, við grunnskóla, íþróttahús, sundlaugar, leikskóla og vatnsveitur.