Hoppa yfir valmynd
16. desember 2003 Utanríkisráðuneytið

Hannes Hafstein útnefndur forseti Eftirlitsstofnunar EFTA

Nr. 152


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Ríkisstjórnir EFTA EES ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs, hafa útnefnt Hannes Hafstein úr hópi þriggja manna stjórnarnefndar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til að vera forseti stofnunarinnar næstu tvö ár.

Hannes hefur undanfarin ár átt sæti í stjórnarnefnd ESA, en áður var hann m.a. sendiherra Íslands í Brussel, aðalsamningamaður Íslands um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta