Hoppa yfir valmynd
16. desember 2003 Utanríkisráðuneytið

Stefán Haukur Jóhannesson skipaður formaður vinnuhóps vegna aðildar Rússa í WTO

Nr. 156


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf, var á fundi aðalráðs stofnunarinnar í dag skipaður formaður vinnunefndar vegna aðildar Rússa að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Aðild Rússlands er eitt af stærri verkefnum stofnunarinnar og umfangsmestu viðræður um aðild síðan Kína fékk inngöngu í stofnunina.

Hlutverk formanns er að stýra viðræðunum, leita sátta og miðla málum auk þess að bera ábyrgð á samræmingu og skipulagningu aðildarferlisins. Rússnesk stjórnvöld hafa lýst yfir að aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni sé forgangsverkefni og stefna að því að af aðild geti orðið árið 2005.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta