Hoppa yfir valmynd
17. desember 2003 Utanríkisráðuneytið

Tvísköttunarsamningur við Írland

Nr. 157

Í dag var undirritaður í Dublin samningur milli Íslands og Írlands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir. Af hálfu Írlands undirritaði samninginn Tom Parlon, varafjármálaráðherra Írlands en af hálfu Íslands Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra á Írlandi með aðsetur í London. Gerð samningsins var í höndum fulltrúa fjármálaráðuneyta, ríkisskattstjóra og utanríkisráðuneyta landanna


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 17. desember 2003.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta