Boð á kynningarfund. Fjölbrautaskóli Snæfellinga, ný hugsun
Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, og fulltrúar sveitarfélaganna á norðanverðu Snæfellsnesi undirrita í dag samninga um stofnun nýs framhaldsskóla, Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Með Fjölbrautaskóla Snæfellinga hefur verið þróuð ný hugsun í kennsluháttum, skipulagi skólastarfs og skólahúsnæði. Þessar nýjungar verða kynntar í framhaldi af undirskrift samninga.
Undirritunin fer fram í hringborðsstofu Þjóðmenningarhússins í dag, föstudaginn 19. desember kl. 14.00. Fulltrúar fjölmiðla velkomnir.
Menntamálaráðuneytið, 18. desember 2003