Grannsvæðin í brennidepli á fundi norrænna samstarfsráðherra
Samstarfsráðherrar Norðurlanda hittast á fundi á Krusenberg Herrgård í Stokkhólmi dagana 15.-16. desember. Fundurinn er sá síðasti á árinu undir stjórn Svía, en Íslendingar taka við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um áramót.
Helstu stefnumál og verkefni Íslendinga í norrænu samstarfi á næsta ári eru meðal málefna sem rædd verða á fundinum, en einnig endurskoðun á grannsvæðsamstarfi í austurvegi og samstarf Norðurlanda á heimssýningunni í Japan. Þá ætlar samstarfsráðherra Dana að kynna tillögu um að stofnuð verði ný ráðherranefnd til að fara með málefni útlendinga, móttöku þeirra og aðlögun í norrænum samfélögum.
Hægt verður að ná tali af Siv Friðleifsdóttur í síma 8963962 eftir kl.17:00 í dag.
Reykjavík 15. desember 2003