Hoppa yfir valmynd
19. desember 2003 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýr aðstoðarmaður umhverfisráðherra

Una Maria Óskarsdóttir, aðstoðramaður umhverfis- og samstarfsráðherra frá 1. janúar 2004
Una Maria

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur ráðið Unu Maríu Óskarsdóttur í stöðu aðstoðarmanns ráðherra. Una María Óskarsdóttir er 41 árs, með BA próf í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands. Hún er formaður Landssambands framsóknarkvenna, varabæjarfulltrúi í Kópavogi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs. Á árunum 1998-2003 gegndi hún starfi framkvæmdastjóra opinberrar nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Una María Óskarsdóttir er gift Helga Birgissyni hæstaréttarlögmanni og eiga þau þrjú börn.

Einar Sveinbjörnsson sem verið hefur aðstoðarmaður umhverfisráðherra frá miðju ári 1999 fer um áramótin til starfa á Veðurstofu Íslands. Una María mun hefja störf í umhverfisráðuneytinu 1. janúar nk.

Fréttatilkynning nr. 43/2003
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta