Hoppa yfir valmynd
19. desember 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skipun nefndar um eignarhald í fjölmiðlun

Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd sem skila skal greinargerð til ráðherra um það, hvort tilefni sé til að setja sérstaka löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum.

Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd sem skila skal greinargerð til ráðherra um það, hvort tilefni sé til að setja sérstaka löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum. Nefndinni er einnig falið að semja frumvarp að slíkri löggjöf, verði það niðurstaða ráðherra að hennar sé þörf.

Í nefndinni eiga sæti Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður, Guðmundur Frímannsson, deildarforseti kennaradeildar Háskólans á Akureyri, Pétur Gunnarsson, blaðamaður og Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt er formaður nefndarinnar.

Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir 1. mars 2004.

Menntamálaráðuneytið, 19. desember 2003



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta