Hoppa yfir valmynd
22. desember 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Aukaframlag að upphæð 400 m.kr. til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Við afgreiðslu á fjáraukalögum nú fyrir skömmu var ákveðið að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fengi nú í desember sérstakt aukaframlag að upphæð 400 milljónir króna. Með þessu móti verður hægt að koma til móts við óskir sveitarfélaganna um hækkanir á framlögum úr sjóðnum. Gert er ráð fyrir að þessum fjármunum verði annars vegar ráðstafað til útgjaldajöfnunarframlaga og hins vegar til framlaga til sveitarfélaga þar sem íbúafækkun hefur orðið á árunum 2001-2003.

Settar hafa verið reglur um ráðstöfun aukaframlagsins og eru þær með eftirfarandi hætti:

  1. 250 m.kr. er varið til útgjaldajöfnunarframlaga til sveitarfélaga á grundvelli 13. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 113/2003.
  2. 150 m.kr. er varið til sveitarfélaga þar sem íbúum fækkaði á árunum 2001-2003. Við úthlutunina skal byggja á upplýsingum frá Hagstofu Íslands um endanlegan íbúafjölda 1. desember 2000, 2001 og 2002 og bráðabirgðatölur 1. desember 2003. Einungis kemur til úthlutunar framlags samkvæmt þessari grein ef fækkun í sveitarfélagi hefur verið umfram þrjá íbúa á tímabilinu.

Þar sem endanlegar íbúafjöldatölur 1. desember 2002 liggja ekki fyrir frá Hagstofu Íslands hefur ekki reynst unnt að framkvæma útreikning framlaganna. Stefnt er að því að útreikningar og greiðsla þeirra fari fram milli jóla og nýárs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta