Hoppa yfir valmynd
29. desember 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skipun áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema

Menntamálaráðherra hefur skipað áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema.

Menntamálaráðherra hefur skipað áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema sem hér segir:

Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður, Stykkishólmi, formaður, skipaður án tilnefningar.

Varamaður: Birna Sigurbjörnsdóttir, lögfræðingur.

Hjördís Hákonardóttir, héraðsdómari, tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins.

Varamaður: Allan V. Magnússon, héraðsdómari.

Guðríður M. Kristjándóttir, lögfræðingur, tilnefnd af samtökum háskólanema.

Varamaður: Ragnheiður Harðardóttir, lögfræðingur.

Áfrýjunarnefndin er skipuð til tveggja ára.

Nefndin er skipuð samkvæmt reglum nr. 73/1999 um áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema, skv. 5. gr. laga nr. 136/1997 um háskóla. Með reglum þessum er kveðið á um að ein áfrýjunarnefnd starfi fyrir allt háskólastigið vegna kærumála háskólanema en ekki sérstakar nefndir fyrir hvern háskóla.

Hlutverk áfrýjunarnefndarinnar er að úrskurða í málum þar sem námsmenn í ríkisháskólum eða háskólum, sem hlotið hafa staðfestingu menntamálaráðherra, telja brotið á rétti sínum varðandi:

a. námsmat, þ.m.t. fyrirlögn prófa, tilhögun einkunnagjafar, skipun prófdómara, birtingu einkunna,

b. mat á námsframvindu, þ.m.t. rétt til endurtektarprófs,

c. afgreiðslu umsókna um skólavist, þ.m.t. tilhögun mats á námi á milli skóla.

Nefndin mun ekki endurmeta prófúrlausnir eða faglega niðurstöðu kennara, dómnefnda eða prófdómara. Málum verður ekki skotið til áfrýjunarnefndarinnar nema kæruleið, skilgreind og samþykkt af háskólaráði viðkomandi háskóla, hafi verið tæmd eða þrír mánuðir liðnir frá því að kæra var fyrst skriflega lögð fyrir háskólaráðið.

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema getur með úrskurðum sínum staðfest, breytt eða fellt úr gildi ákvarðanir háskóladeilda eða háskólaráðs í þeim málum þar sem nemendur telja á rétt sinn hallað sbr. 1. gr. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir á stjórnsýslustigi og verður þeim ekki skotið til menntamálaráðherra.

Menntamálaráðuneytið 29.desember 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta