Ráðherraskipti
Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag veitti forseti Íslands Tómasi Inga Olrich lausn frá embætti menntamálaráðherra og skipaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur alþingismann til að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Þá staðfesti forseti Íslands svohljóðandi úrskurð um breytingu á úrskurði um skiptingu starfa ráðherra:
Samkvæmt tillögu forsætisráðherra er hér með gerð sú breyting á forsetaúrskurði nr. 96 frá 23. maí 2003, um skiptingu starfa ráðherra, að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fer með ráðherrastörf þau sem Tómasi Inga Olrich voru falin í nefndum forsetaúrskurði og fer með menntamálaráðuneytið.
Ennfremur voru endurstaðfestar í ríkisráði ýmsar afgreiðslur, sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.
Ríkisráðsritari, 31. desember 2003.