Hoppa yfir valmynd
2. janúar 2004 Innviðaráðuneytið

Stýrihópur um framtíðarskipan flugmála skipaður

30. desember 2003 var skipaður stýrihópur sem hefur það hlutverk að gera tillögu að nýrri framtíðarskipan flugmála á Íslandi.

Framtíðarskipan flugmála 30. desember 2003 var skipaður stýrihópur sem hefur það hlutverk að gera tillögu að nýrri framtíðarskipan flugmála á Íslandi. Stýrihópnum er ætlað að ljúka störfum eigi síðar en 30. september 2004. Í stýrihópnum eru Hilmar B. Baldursson, flugstjóri, en hann er formaður hópsins, Bjarni Benediktsson, alþingismaður, Kristinn Árnason, sendiherra, Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri og Svafa Grönfeldt, framkvæmdastjóri. Með hópnum starfa Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri og Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri, sem jafnframt er starfsmaður hópsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta