Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samið við umhverfisráðherra um árangursstjórnun

Siv Friðleifsdóttir og Björn Karlsson
Siv_og_Bjorn

Fréttatilkynning af vef Brunamálastofnunar frá 31.12.2003

Samið við umhverfisráðherra um árangursstjórnun

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Dr. Björn Karlsson brunamálastjóri undirrituðu síðdegis í gær samning sem felur í sér að árangur af starfi Brunamálastofnunar verður mældur samkvæmt skilgreindum mælikvörðum með notkun matskorts.

Fram kom í máli umhverfisráðherra við undirritunina að Brunamálastofnun er með allra fyrstu stofnunum ríkisins til þess að gera slíkan samning en að baki honum liggur mikil vinna við stefnumótun og endurskoðun á innra starfi stofnunarinnar. Samningurinn gildir fyrir árin 2004-2007 og er gert ráð fyrir að umhverfisráðuneytið fari árlega yfir árangur af starfinu.

Mælikvarðar sem birtast í matskorti Brunamálastofnunar byggja á tveimur stefnumarkandi skjölum. Annars vegar stefnu Brunamálastofnunar til 2007 og hins vegar lögum um brunavarnir sem tóku gildi í ársbyrjun 2001. Hvort tveggja kveður á um það meginhlutverk Brunamálastofnunar að vernda líf og heilsu fólks, umhverfi og eignir. Lögin ásamt auknum kröfum um skilvirkni í ríkisrekstri hafa valdið talsverðum breytingum á starfsumhverfi Brunamálastofnunar. Þess vegna hefur á undanförnum misserum verið lögð mikil vinna í stefnumótun og endurskoðun á innra starfi stofnunarinnar. Þessi vinna hefur gert kleift að setja upp árangursstjórnunarkerfi sem formlega var komið á með undirritun samningsins í gær.

Við mælingu á árangri af starfi stofnunarinnar verður einkum litið til fjögurra þátta; þjónustu við viðskiptamenn, fjármálastjórnunar, starfsmannamála og innri verkferla. Áhersla er meðal annars lögð á að stofnunin veiti hagsmunaaðilum góða þjónustu, standi vel að forvarnastarfi og upplýsingamiðlun og tryggi örugga og fjölbreytta starfsemi Brunamálaskólans. Ennfremur verður lagt til grundvallar við mat á árangri hvort reksturinn verði í samræmi við fjárheimildir og áætlanir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta