Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2004 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn aðalframkvæmdastjóra OECD á Íslandi

Nr. 001


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Aðalframkvæmdastjóri Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar, OECD, er í opinberri heimsókn á Íslandi, dagana 7. - 9. janúar í boði utanríkisráðherra. Hann hefur átt fundi með forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Þá hefur hann átt fund með formanni bankastjórnar Seðlabanka Íslands, heimsótt Landsvirkjun og kynnt sér starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar h.f. Loks flutti hann erindi á fundi þeirra íslensku sérfræðinga sem að jafnaði taka þátt í verkefnum hjá OECD.

Fundur utanríkisráðherra með aðalframkvæmdastjóranum fjallaði einkum um væntanlega aðild Íslands að þróunarsamvinnunefnd OECD en Ísland hefur ekki átt aðild að henni hingað til. Þá ræddi ráðherra við hann um fyrirsjáanlega fjölgun aðildaríkja OECD og stöðu smærri ríkja innan samtakanna eftir stækkunarferlið. Loks ræddi ráðherra um hlutverk OECD í og stuðning við samningaviðræðurnar í Genf um nýja skipan heimsviðskiptanna, Doha lotuna.


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 8. janúar 2003

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta