Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Stjórnarnefnd Landspítala – háskólasjúkrahúss

Fréttatilkynning nr. 2/2004

Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, skipaði í dag stjórnarnefnd Landspítala – háskólasjúkrahúss til næstu fjögurra ára skv. 30. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990.

Ráðherra skipaði Pálma Ragnar Pálmason, verkfræðing, formann, án tilnefningar og er varamaður hans Birna Svavarsdóttir, hjúkrunarforstjóri.

Aðalmenn samkvæmt tilnefningu Alþingis eru: Þórir Kjartansson, verkfræðingur, Margrét S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri, Ester Guðmundsdóttir, þjóðfélagsfræðingur og Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri. Varamenn þeirra eru: Auður Guðmundsdóttir, markaðsstjóri, Ari Skúlason, framkvæmdastjóri, Sigríður Finsen, hagfræðingur og Svandís Svavarsdóttir, táknmálsfræðingur.

Aðalmenn, tilnefndir af starfsmannaráði Landspítala – háskólasjúkrahúsi, eru: Egill T. Jóhannsson, forstöðumaður, og Már Kristjánsson, yfirlæknir. Varamenn þeirra eru: Ólafur Aðalsteinsson, forstöðumaður stoðþjónustu, og Dóra Lúðvíksdóttir, sérfræðingur lungnasviðs.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
13. janúar 2004

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta