Áætluð framlög 2004
Áætluð almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2004
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur samþykkt tillögu að áætlun um úthlutun almennra jöfnunarframlaga til sveitarfélaga vegna reksturs grunnskóla á árinu 2004, sbr. 3. gr. rgl. nr. 351/2002.
Áætlað er að heildarfjárhæð almennra jöfnunarframlaga á árinu 2004 nemi rúmum 2.700 m.kr. Niðurstöðu gagnvart einstökum sveitarfélögum er að finna í meðfylgjandi yfirliti.
Áætluð útgjaldajöfnunarframlög 2004
Jafnframt hefur ráðgjafarnefndin samþykkt áætlun um úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga til sveitarfélaga á árinu 2004, sbr. 13. gr. rgl. nr. 113/2003. Samþykkti ráðgjafarnefndin að leggja til að áætluð heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga til sveitarfélaga næmi samtals 2.000 m.kr. á árinu 2004.
Framlögin verða greidd mánaðarlega, en 10% er þó haldið eftir af áætluðum framlögum til að mæta því ef ráðstöfunarfé sjóðsins verður minna eða útgjöld meiri en áætlað var.
Áætluð útgjaldajöfnunarframlög 2004