Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2004 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Forstöðumannafundur

19. janúar efndi samgönguráðherra til fundar í Þjóðmenningarhúsinu með forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins auk formanna ráða á þess vegum svo og forstjóra og formanni stjórnar Íslandspósts.

Tilefni fundarins var að leiða saman einstaklinga sem vinna að málaflokkum ráðuneytisins, kynna verkefnaáætlun til næstu fjögurra ára auk starfsmannahandbókar samgönguráðuneytisins sem er nýútkomin.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hóf fundinn með því að bjóða alla velkomna. Því næst fór hann yfir helstu atriði verkefnaáætlunar sem eru mörg og fjölþætt og ná yfir alla málaflokka ráðuneytisins. Fram kom í máli ráðherra að mikil áhersla verður lögð á fjarskipti, siglingar, vegamál, flugmál, umferðarmál og póstmál, en ferðamál verði forgangsmál tímabilsins.

Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri fjallaði um nýútkomna starfsmannahandbók og breytt skipulag ráðuneytisins. Ragnhildur sagði að handbókin ætti að stuðla að skilvirkum og samræmdum vinnubrögðum starfsmanna og vera lykill að góðri stjórnsýslu.

Auk Sturlu og Ragnhildar voru Arnar Þór Másson í fjármálaráðuneytinu og Karl Ragnars forstjóri Umferðarstofu með erindi. Arnar Þór fjallaði um árangursstjórnunarsamninga, út á hvað þeir ganga, uppbygging þeirra og helstu markmið. Karl Ragnars fjallaði m.a. um sögu Umferðarstofu og helstu verkefni.

Í lokin sátu frummælendur fyrir svörum og voru bornar upp ýmsar fyrirspurnir. Það er mál manna að vel hafi til tekist á fundinum þar sem ýmsir hliðar á samvinnu hafi verið ræddar.

Glærur Sturlu Böðvarssonar (3,90MB)

Glærur Ragnhildar Hjaltadóttur (1,70MB)

Glærur Arnars Þórs Mássonar (70KB)

Glærur Karl Ragnars (670KB)

Sturla fer yfir verkefni yfirstandandi kjörtímabils

Fundargestir

Unnur Gunnarsdóttir skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu í góðum félagsskap Gísla Baldurs Garðarssonar og Þorgeirs Pálssonar

Ráðuneytisstjórinn ræðir við fundarmennFundargestir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta