Samdráttaraðgerðir Landspítala – háskólasjúkrahúss
Forsvarsmenn Landspítala – háskólasjúkrahúss kynntu í dag aðhaldsaðgerðir sem gripið hefur til á spítalanum til að laga reksturinn að fjárveitingunum sem hann hefur úr að spila. Í greinargerð forstjóra sem kynnt var á fundi með blaðamönnum í dag kemur fram að aðgerðirnar hafa áhrif á 550 starfsmenn beint og óbeint. "Eiginlegar uppsagnir teljast 52, starfslok án uppsagnar taka til 143 ársverka." segir í greinargerðinni og er gert ráð fyrir að áhrif aðgerðanna jafngildi 700 til 800 milljónum króna á heilu ári.
Á heimasíðu Landspítala - háskólasjúkrahúss er birt greinargerð forstjóra, upplýsingar um fjölda starfsmanna og starfa við sjúkrahúsið og upplýsingar um fækkun starfsmanna eftir stéttarfélögum.
Nánar...