Kveðinn upp dómur í Hæstarétti vegna mats á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar
Í dag var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli Atla Gíslasonar, Guðmundar Páls Ólafssonar, Ólafs S. Andréssonar og Náttúruverndarsamtaka Íslands gegn Landsvirkjun og íslenska ríkinu vegna úrskurðar umhverfisráðherra frá 20. desember 2001 vegna mats á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Í úrskurðinum fellst umhverfisráðherra á að heimilað yrði að reisa umrædda virkjun með nánar tilgreindum skilyrðum. Áfrýjendur kröfðust þess að úrskurðurinn yrði ómerktur. Hæstiréttur hefur með dómi sínum í dag staðfest niðurstöðu héraðsdóms um að hafna kröfu áfrýjenda um ómerkingu úrskurðarins. Fréttatilkynning nr. 1/2004 Umhverfisráðueytið
Fréttatilkynning nr. 1/2004
Umhverfisráðuneytið