Þýðingarsjóður. Auglýsing um styrki til útgáfu á þýðingum erlendra bókmennta
1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök.
3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum.
4. Eðlileg dreifing sé tryggð.
5. Útgáfudagur sé ákveðinn.
Fjárveiting til Þýðingarsjóðs í fjárlögum 2004 nemur 8,6 milljónum króna.
Eyðublað fyrir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er unnt að nálgast umsóknareyðublöð á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is.
Umsóknarfrestur rennur út 5. mars 2004.
Stjórn Þýðingarsjóðs, 12. janúar 2004