Global Summit of Women 2004
Alþjóðleg ráðstefna kvenna í viðskiptum verður haldin í Seoul í Suður-Kóreu dagana 27.-29. maí 2004. Markmið ráðstefnunnar er að hvetja konur til þátttöku í alþjóðlegum viðskiptum með myndun viðskiptatengsla á milli kvenna alls staðar að úr heiminum.
Stefnt er að því að sendinefnd íslenskra kvenna taki þátt í ráðstefnunni í ár en þátttakendum mun gefast gott tækifæri til að kynnast viðskiptalífi í Asíu og komast í tengsl við konur frá ýmsum heimshlutum. Íslenskar athafnakonur tóku þátt í ráðstefnunni árið 2002 þegar hún var haldin í Barcelona á Spáni og var þátttakan árangursrík.
Allar nánari upplýsingar veitir María Mjöll Jónsdóttir í síma 545 9932 eða með tölvupósti á netfangið: [email protected]
Skráningarfrestur er til 5. febrúar nk.