Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Gerðahreppur verður Sveitarfélagið Garður

Sveitarfélagið Garður
Sveitarfélagið Garður

Sveitarfélagið GarðurFélagsmálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun hreppsnefndar Gerðahrepps um breytingu á nafni sveitarfélagsins. Framvegis ber sveitarfélagið nafnið Sveitarfélagið Garður.

Jafnframt hefur ráðuneytið staðfest nýja samþykkt um stjórn og fundarsköp fyrir Sveitarfélagið Garð, en samkvæmt henni mun hreppsnefnd framvegis nefnast bæjarstjórn og sveitarstjóri fá titilinn bæjarstjóri.

Frá gildistöku breytingarinnar mun einnig verða starfandi bæjarráð í sveitarfélaginu, sem bæjarstjórn kýs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta