Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2004 Innviðaráðuneytið

Lýðræðisnefndin

Eitt af þeim sviðum sem íslenska ríkisstjórnin leggur áherslu á er lýðræðið á Norðurlöndum, staða þess og framtíð.

Lagt var til á fundi samstarfsráðherra í byrjun árs 2004 að sett yrði á laggir norræn lýðræðisnefnd sem yrði falið að fjalla um lýðræðisþróunina á Norðurlöndum í ljósi aukinnar hnattvæðingar og upplýsingatækni. Tillagan var einróma samþykkt og hélt nefndin sinn fyrsta fund 18. febrúar. Nefndin mun skila skýrslu í lok ársins, en á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi 1.-3. nóvember kynnir hún fyrstu niðurstöður sínar og tillögur.
Þá mun hún á árinu gefa út greinarsafn sem skrifað verður af norrænum fræðimönnum.

Lýðræðisnefndin fékk það verkefni að greina hvaða vandamál eru í sjónmáli í norrænum lýðræðisþjóðfélögum þegar horft er til næstu 25 ára. Sjá umboð nefndarinnar. Hún mun byggja á vinnu þeirra sem kannað hafa þessi mál, en fyrir liggja nýlegar og viðamiklar skýrslur um lýðræði og vald, m.a. í Noregi og Danmörku. Þá hafa Svíar gert reglulegar úttektir og rannsakað valdakerfi og lýðræðisþróun. Norræna lýðræðisnefndin er skipuð fulltrúum allra norrænu ríkisstjórnanna og sjálfsstjórnarsvæðanna. Formaður nefndarinnar er Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Aðrir fulltrúar eru Torben Rechendorff fyrrverandi kirkju- og samgöngumálaráðherra Dana, Frederik Engelstad prófessor í stjórnmálafræði við Óslóarháskóla og Marcus Bengtsson skrifstofustjóri í lýðræðisdeild sænska dómsmálaráðuneytisins. Finnar skipuðu Siv Sandberg stjórnmálafræðing við háskólann í Åbo og frá Álandseyjum kemur Rolf Peter Lindbäck landshöfðingi. Daniel Thorleifsen frá háskólanum í Nuuk er fulltrúi Grænlendinga og Ingibjörg Berg frá sambandi færeysku sveitarfélaganna er fulltrúi Færeyinga. Ritari nefndarinnar er Ditte Maja Simonsen.


lýðræðisnefndTillögur og ábendingar lýðræðisnefndarinnar eiga að nýtast stjórnvöldum og stjórnmálamönnum á Norðurlöndum til stefnumótunar og aðgerða. Skýrslan og greinasafnið geta líka orðið efniviður í frekari umræður, norræn verkefni og kennslu. Lýðræðisnefndin mun taka þátt í að undirbúa norræna ráðstefnu í Reykjavík dagana 26-27. ágúst 2004.
Þar á að ræða framtíð lýðræðis í upplýsingasamfélagi og hvernig nýta megi upplýsingatækni til að styrkja lýðræðisferli og skapa betri tengsl á milli borgara og frjálsra félagasamtaka annars vegar og stjórnvalda hins vegar.
Fyrirlestrar frá ráðstefnunni eru komnir á vefinn, sem settur var upp í tilefni af formennsku Íslands.

Fundir í lýðræðisnefnd 2004:

18. febrúar Kaupmannahöfn
16. mars Kaupmannahöfn
19. apríl Kaupmannahöfn
3-4 júní      Álandseyjar
25. ágúst    Reykjavík
19-20 okt.   Kaupmannahöfn
1.3. nóv.      Stokkhólmur

talerÁ fyrsta fundi lýðræðisnefndar 18. febrúar var ákveðið að beina sjónum sérstaklega að hinu staðbundna lýðræði, möguleikum almennings til áhrifa, jaðarhópum og hvernig nýta megi upplýsingatæknina í lýðræðisástundun. Fyrir annan nefndarfund 16. mars skiluðu allir fulltrúar greinargerð um stöðu lýðræðisins í löndunum úr frá þeim meginþemum sem ákveðin höfðu verið. Á þeim fundi hélt Lise Togeby prófessor við Árósarháskóla erindi, en hún leiddi rannsóknir  fræðimanna sem nýlega skiluðu af sér valdaúttekt í Danmörku. Frederik Engelstad prófessor við Óslóarháskóla gerði grein fyrir norsku valdaúttektinni og Marcus Bengtson skýrði frá nýrri stefnu Svía sem miðar að því að efla lýðræðið á sveitarstjórnarstigi. Aðrir nefndarmenn fylgdu sínum greinargerðum úr hlaði. Á fundi lýðræðisnefndar þann 16. mars var jafnframt ákveðið að Andstæður lýðræðisins (Demokratiets modsætninger) yrði yfirskrift greinarsafns sem gefið verður út á árinu. Höfundar fræðigreina verða: Poul Erik Mouritzen, Siv Sandberg, Hasse Svensson, Christina Johnsson, Auður Styrkársdóttir, Tor Bjørklund, Karina Pedersen, Signy Vabo, Jo Saglie, Aksel V. Carlsen, Bergur Berg, Eyðbjørn Larsen og Sigmundur Ísfeld.

 

Ýmsar krækjur um lýðræði og lýðræðisvanda á Norðurlöndum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta