Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2004 Utanríkisráðuneytið

Öryggismálaráðstefna í München

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sótti öryggismálaráðstefnu í München dagana 6.-8. febrúar s.l. Á ráðstefnunni var að þessu sinni fjallað um Atlantshafstengslin, framtíð Atlantshafsbandalagsins og ástand og horfur í Mið-Austurlöndum.
Meðan á ráðstefnunni stóð átti utanríkisráðherra tvíhliðafundi með Richard G. Lugar, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, og John McCain, formanni viðskiptanefndar öldungadeildarinnar.
Þá átti utanríkisráðherra fund með Kostyantin Gryshchenko, utanríkisráðherra Úkraínu, þar sem rædd voru tvíhliða samskipti ríkjanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta