Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2004 Utanríkisráðuneytið

Samkomulag Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna um loftferðir

Samninganefndir Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna
Samninganefndir Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna
Samkomulag hefur náðst um texta loftferðasamnings milli Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (SAF). Stefnt er að undirritun hans næsta sumar. Samningurinn kveður á um víðtækt frelsi og mun hann styrkja mjög stöðu íslensku flugfélaganna í flugi um Mið-Austurlönd og til að sinna verkefnum þar um slóðir. Viðskiptatækifæri og umsvif félaganna í þessum heimshluta og tengd honum hafa farið vaxandi.

Samningstextinn er ávöxtur viðræðna fulltrúa utanríkisráðuneytisins, samgönguráðuneytisins, Flugmálastjórnar og sendinefndar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Reykjavík dagana 5.-6. febrúar sl. Viðræðunum lauk með því að textinn var áritaður af formönnum nefndanna þeim Ólafi Egilssyni sendiherra og Mohamed Yahya Al-Suweidi aðstoðarráðherra flugmála sem felur í sér að hann verður nú lagður fyrir hlutaðeigandi stjórnvöld ríkjanna til endanlegrar staðfestingar og síðan undirritunar.

Flugmálastjórnir Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna munu hafa hliðsjón af ákvæðum samningsins í samskiptum sínum uns hann tekur formlega gildi.

Efst á baugi -Nánari upplýsingar um flugréttindin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta