Samkomulag Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna um loftferðir
Samningstextinn er ávöxtur viðræðna fulltrúa utanríkisráðuneytisins, samgönguráðuneytisins, Flugmálastjórnar og sendinefndar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Reykjavík dagana 5.-6. febrúar sl. Viðræðunum lauk með því að textinn var áritaður af formönnum nefndanna þeim Ólafi Egilssyni sendiherra og Mohamed Yahya Al-Suweidi aðstoðarráðherra flugmála sem felur í sér að hann verður nú lagður fyrir hlutaðeigandi stjórnvöld ríkjanna til endanlegrar staðfestingar og síðan undirritunar.
Flugmálastjórnir Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna munu hafa hliðsjón af ákvæðum samningsins í samskiptum sínum uns hann tekur formlega gildi.