Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úrskurður um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningar hringvegar um Norðurárdal

Umhverfisráðuneytið hefur með úrskurði sínum dags. 16. febrúar sl. staðfest niðurstöðu Skipulagsstofnunar frá 14. maí 2003 um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningar hringvegar um Norðurárdal frá Kjálkavegi að Heiðarsporði í Akrahreppi með þeirri breytingu að við bætast eftirfarandi skilyrði:

1) Verktilhögun á framkvæmdatíma verði unnin í samráði við og undir eftirliti veiðimálastjóra og Umhverfisstofnunar.

2) Framkvæmdaraðili skal a.m.k. útfæra eftirfarandi mótvægisaðgerðir á framkvæmdatíma og eftir lok hans, sbr. greinargerð Veiðimálastofnunar frá 10. júní 2003, í samráði við veiðimálastjóra og Veiðimálastofnun:

a) búsvæðagerð fyrir seiði,

b) veiðistaðagerð,

c) aðgerðir til að tryggja að Norðurá renni áfram í kvíslum og

d) útbúa tjarnir við vegstæði við farveg Norðurá sem fóstrað getað bleikju.

3) Framkvæmdaraðili skal í verklok í samráði við veiðimálastjóra standa að nauðsynlegri vöktun á lífríki Norðurá í 5 ár til að staðreyna að áhrif framkvæmdarinnar á lífríki Norðurá sé ekki meiri en gert er ráð fyrir í matsskýrslu. Ef niðurstöður vöktunar sýna að mati veiðimálastjóra að þau áhrif eru meiri skal framkvæmdaraðili grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða í samráði við veiðimálastjóra.

Úrskurðurinn í heild er á rettarheimild.is

Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta