Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2004 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fjarskiptaáætlun fyrir árin 2005?2010

Samgönguráðherra hefur ákveðið að hefja undirbúning að gerð fjarskiptaáætlunar fyrir árin 2005–2010 en með henni er stefnt að því að móta heildarstefnu í fjarskiptamálum á Íslandi.

Markmið sem að er stefnt

Að leggja grunn að framþróun íslensks samfélags með því að bjóða bestu, hagkvæmustu og öruggustu rafrænu samskiptin með beitingu fjarskipta- og upplýsingatækni.

Í starfi sínu skal starfshópurinn hafa til hliðsjónar nýja stefnumótun forsætis-ráðuneytisins um upplýsingasamfélagið, "Auðlindir í allra þágu – Stefnan um upplýsingasamfélagið 2004–2007".

Skipun stýrihóps

Til að hafa yfirumsjón með verkefninu hefur samgönguráðuneytið ákveðið að skipa fjögurra manna stýrihóp. Formaður er Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Aðrir í hópnum eru Bergþór Ólason aðstoðarmaður samgönguráðherra, Guðbjörg Sigurðardóttir verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og Karl Alvarsson lögfræðingur í samgönguráðuneytinu. Starfsmaður stýrihópsins er Þorsteinn Helgi Steinarsson verkfræðingur.

Verkefnið

Við það er miðað að áætlunin geri tillögur um aðgerðir á sem flestum sviðum fjarskipta- og upplýsingatækni ásamt tillögum um tímamörk og kostnað við áætlunina. Helstu þættir sem hópnum er ætlað að skoða við gerð áætlunarinnar:

  • Breiðbandsvæðing landsins
  • Stafrænt sjónvarp
  • Farsímasamband á þjóðvegum
  • Net- og upplýsingaöryggi
  • Upplýsingasamfélagið þ.e. tengsl og samruni fjarskipta og rafræna samskipta.
  • Öflug og fjölbreytt þjónusta
  • Að jafna aðgang allra notenda að fullnægjandi og hagkvæmri fjarskiptaþjónustu.
  • Samkeppnishæf verðlagning á fjarskiptaþjónustu

Framkvæmd

Fjarskiptaáætlunin byggi m.a. á:

  • Að auka samkeppnishæfni Íslands og samkeppni á fjarskiptamarkaði.
  • Sýna frumkvæði við að nýta sóknartækifæri.
  • Stuðla að framþróun atvinnulífs á sviðum er tengjast fjarskiptum.
  • Stuðla að þjálfun og menntun þannig að fjarskiptatækni nýtist þjóðfélaginu sem best.

Samráðsvettvangur

Stýrihópurinn skal í starfi sínu hafa samráð við sérstakan vettvang hagsmunaaðila og leita m.a. þar sjónarmiða og tillagna um aðgerðir.

Tímamörk

Stýrihópnum er ætlað að skila tillögu að nýrri fjarskiptaáætlun eigi síðar en 1. september 2004 og að áætlunin verði lögð fyrir Alþingi næsta haust.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta