Um 400 manns í eftirliti fyrir heilabilaða á Landakoti
Sértækt eftirlit er fyrir sjúklinga með heilabilun á Minnismóttöku Öldrunarsviðs Landspítala Háskólasjúkrahús á Landakoti. Þar koma til greiningar um 250 einstaklingar á ári. Tæpur helmingur þeirra reynist vera með heilabilun og um 30% með ástand sem mun leiða til heilabilunar. Á hverju ári eru um 400 einstaklingar í eftirliti á móttökunni. Þetta er meðal þess sem fram kom í svari Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, á Alþingi þegar hann svaraði fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur um málefni heilabilaðra.
Svar ráðherra... (pdf.-skjal)