Umhverfisráðherra veitir umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Helga Guðjónsdóttir varaformaður UMFÍ afhjúpuðu umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs á Hofsósi í gær. Vesturfarasetrið fékk verðlaunin í ár fyrir varðveislu menningarverðmæta og uppbyggingu gamla þorpskjarnans á Hofsósi.
Það var Valgeir S. Þorvaldsson framkvæmdastjóri Vesturfarasetursins sem veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn að viðstöddum fulltrúum UMFÍ, sveitarstjórn Skagafjarðar og fjölmörgum velunnurum Vesturfarasetursins.
Í ár voru verðlaunin veitt í áttunda sinn en áður hafa Hótel Geysir, Sorpa, Austurhérað, Laugarnesskóli, Hvanneyrarstaður, Ferðamálasamtök Vesturlands og Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, fengið verðlaunin.
Fleiri myndir er að finna á vef ráðherra www.siv.is