Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2004 Innviðaráðuneytið

Vefsvæði Ferðamálaáætlunar 20062015 opnað

í samræmi við ákvörðun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra frá síðastliðnu hausti, er nú unnin í fyrsta skipti samræmd ferðamálaáætlun fyrir Ísland, tímabilið 20062015.

Vinnan er komin vel á stað og hefur verið opnað sérstakt vefsvæði fyrir verkefnið.

Vefurinn hefur tvíþætt hlutverk. Annars vegar á hann að þjóna upplýsinga- og kynningarhlutverki en hins vegar er hann sameiginlegt vinnusvæði þeirra sem koma að vinnslu ferðamálaáætlunarinnar.

Fyrsti fundur stýri- og samráðshópa
Í nóvember sl. skipaði samgönguráðherra stýrihóp til þess að leiða vinnu við gerð áætlunarinnar.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri var skipaður formaður hópsins, en aðrir í honum eru Helga Haraldsdóttir,
skrifstofustjóri í samgönguráðuneyti og Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).
Með stýrihópnum starfar Jón Gunnar Borgþórsson, en hann var ráðinn verkefnisstjóri frá áramótum 2003/2004.
Stýrihópnum ber að hafa samráð við sérstakan vettvang hagsmunaaðila og leita þar m.a. sjónarmiða og tillagna um
það sem betur má fara. Í dag verður haldinn fyrsti sameiginlegi fundur stýri- og samráðshópa verkefnisins að Hótel Sögu.

Fara á vefsvæði Ferðamálaáætlunar 20062015

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta